Samstilling líkamans í stjörnukortinu

Samstilling líkamans í stjörnukortinu er heilun þar sem orkan þín í líkamanum, eins og hún er að upplagi, er vakin upp eða endurstill í líkamanum. Það bætir orkujafnvægi í líkamanum sem aftur virkjar heilunarmátt hans. Í jafnvægi á líkaminn auðveldara með að viðhalda sér og heila sig sjálfur.

Í þessari meðferð eru notaðar upplýsingar úr stjörnukorti einstaklingsins og þar til gerðar tónkvíslar sem ég fékk handsmíðaðar fyrir mig og kvarðaðar í Þýskalandi. Tíðni tónkvíslanna er beint að líkamanum eftir því hvernig stjörnukort viðkomandi lítur út. Orkan sem liggur í stjörnukortinu vísar á orkuna í líkamanum.

Stjörnukort einstaklings er mjög persónulegt og í því liggja ýmsar upplýsingar um einstaklinginn s.s. um persónuleika hans, lífshlaupið, líkamann og heilsuna. Með því að vinna með upplýsingarnar um tíðni líkamans í stjörnukortinu fæst einstaklingsbundin nálgun við að virkja og styrkja tíðni efnislega líkamans og þá verður til samhljómur sem hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega líðan.

Samstilling er slakandi og róandi, losar orkustíflur og opnar leið til sjálfsheilunar sem gefur styrk til að lifa í samhljómi við umhverfi okkar.

Hafðu samband í síma 895-8184 eða sendu Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að panta tíma.

Verð: 4.500 kr.