22. ágúst – 23. september MEYJA

Meyja

Meyjan veit að hollur matur er góður fyrir hana. Hún skrifar á minnismiða uppúr hollustu-matreiðslubókinni og fer svo með hann í búðina. Meðan á innkaupunum stendur breytist uppskriftin aðeins, svona eins og gengur. Það verður sulta með matnum, rjómi í sósunni og súkkulaði með kaffinu á eftir. Meyjan hefur góðan smekk og kann sko að bjóða uppá girnilegan mat og hún nennir að fara eftir öllum smáatriðunum í uppskriftum. Enginn á eins margar tegundir af kryddi og Meyjan. Matarborðið skreytir hún með litlum rósarblöðum eins og henni einni er lagið.