23. nóvember – 22. desember BOGMAÐUR

Bogmaður

Bogmaðurinn er stórtækur í matseldinni og munar ekki um að elda fyrir stóran hóp og líklega eru einhverjir gestanna frá útlöndum. Hann á nóg af diskum og hnífapörum, stórt borð og marga stóla. Hann sker niður allt mögulegt í salatið og talar í kappi við hnífinn.  Bogmaðurinn er alltaf til í að elda eitthvað nýtt og framandi. Hann kann líka sögur um matinn, hvaðan hann er og hvernig hann er ræktaður eða alinn. Ef það eru til ævintýri í kringum eitthvað krydd þekkir Bogmaðurinn það. Hann setur tónlist í spilarann og svo er borðað, talað og hlegið.