21. janúar – 19. febrúar VATNSBERI

Vatnsberi

Vatnsberinn er sérstakur og sérviskur. Hver og einn Vatnsberi hefur sinn sérstaka smekk. Ef mögulegt er notar Vatnsberinn allar þær græjur og rafmagnstæki sem hann á og henta eldamennskunni. Hann er nýjungagjarn í matseldinni og til í að prófa uppskriftir sem engum í öðrum stjörnumerkjum dettur í hug að prófa. Hann býr líka til sínar eigin uppskriftir og blandar saman skrítnum mat. Hann smakkar og kryddar á víxl þar til hann er ánægður. Ekki er víst að sósan hafi þennan gamaldags brúna lit hjá Vatnsberanum, hún getur allt eins verið blá.