Tilvitnun dagsins

Hafðu trú á því sem þú gerir og gefðu allt í það. Þá gengur það upp.

Vatnsberar og árið 2013

Vatnsberar eru framsýnir og frumlegir pælarar að upplagi.  Stundum er sagt að þeir sjá fram í tímann og hafi skilning á ókominni tækni, þó þeir séu ekki endilega tækninördar sjálfir.  Þeir eru sjálfstæðir, hafa áhuga á fólki þegar það er í ákveðinni fjarlægð, og þeir kunna að lesa í hópa þegar þeir standa utan við þá.  Vatnsberar hafa svona „Kúl og kammó“ yfirbragð, eru vinalegir og skemmtilegir en vilja síður, svona almennt, að tengsl við fólk hefti þá.  Á árinu 2013 finna Vatnsbera sem fæddir eru á bilinu 23. janúar til 10. febrúar bæði meðbyr og mótbyr.  Svona almennt séð eru málin í góðu lagi ef ekkert annað í persónulega stjörnukortinu kemur í veg fyrir það en svo inn á milli missa þeir flugið vegna utanaðkomandi gagnrýni og tafa.  Það getur átt við um hugmyndir þeirra, tengsl við fólk, hópasamstarf og fleira.  En yfirleitt munu Vatnsberar geta nýtt sér til framdráttar þá gagnrýni sem þeir fá vegna þess að þeim er lagið að breyta vandamálum í verkefni, frekar en að kvarta og kveina yfir hlutunum eða gefast upp á góðri hugmynd.  Hluti af velgengni þeirra verður vegna samstarf eða tengingar út á við.  Það fer eftir fæðingardegi hvenær þessi orka er sterkust á árinu.

Forsíða

 

Joomla Templates and Joomla Extensions by JoomlaVision.Com
Greinar og skrif

PóstlistiSkráðu netfangið þitt á póstlistann og fáðu sendar greinar um stjörnuspeki u.þ.b. 4-6 sinnum á ári.Hafðu samband

Utan & Innan
Strandgötu 11
220 Hafnarfjörður
S: 895 8184
hg @ utanoginnan.is