Í boði


Hér til hægri má smella á það sem er í boði og skoða betur hvað felst í hverju og einu.  >>>>

Stjörnuspeki er ein af elstu vísindum nútímans og var m.a. grunnur að æðri menntun fyrr á öldum því prestar, læknar og vísindamenn voru jafnframt stjörnuspekingar.  Þá höfðu konungar og þjóðhöfðingjar stjörnuspekinga í vinnu, ekki síst til að finna veikleika andstæðinga sinna en líka til að finna framkvæmdaáætlunum ákjósanlega tímasetningu.  

Í dag leitar fólk til stjörnuspekinga fyrir sig persónulega og oft þegar það stendur frammi fyrir vali eða er á tímamótum.  Fólk vill þá skoða betur styrkleika sína og hæfileika eða hverskonar orka kemur til með að blandast inn í lífið á komandi ári.

Stjörnuspeki stuðlar almennt að sátt og umburðarlyndi gagnvart sjálfum sér og öðrum með auknum skilningi á einkennum persónunnar og þörfum hvers og eins.


 Endilega hafðu samband ef þig vantar frekari upplýsingar.  Ef ég get ekki tekið símann þegar þú hringir þá hringi ég til baka.


Hægt er að panta eða hafa samband með því að senda tölvupóst og í síma 895-8184.


                                  Gjafabréf á stjörnukort er skemmtileg, spennandi og góða gjöf !!