Er spenna í þínu korti fyrstu dagana í janúar?

Þann 5. janúar 2011 verða Júpiter og Úranus í nákvæmlega 27 gráðum í Fiskum. Þeir sem hafa Sólina í stjörnukortinu sínu í spennu við þessa gráðu (plús/mínus 1 gráða) ættu að finna fyrir því fram að 12 janúar svona u.þ.b.

Júpiter hitar upp og þenur og stækkar allt sem hann snertir, færir bjartsýni og jákvæðni. Úranus gefur spennu/rafmagn og vekur upp það sem hann snertir. Hann stendur fyrir sjálfstæði, frelsi, fyrir eitthvað spennandi, nýtt og óvænt.

Þeir sem hafa Úranus og Júpiter í spennu við Sólina sína mun finna þessa orku. Þeir þurfa númer eitt að vera sveigjanlegir, tilbúnir að takast á við eitthvað óvænt og nýta tækifæri en varast að fara framúr sér.

Einstaklingar fæddir eftirtalda daga, hvaða ár sem er, hafa þá félaga Úranus og Júpiter í spennuafstöðu við Sólina í stjörnukortinu sínu:

18. 19. og 20. mars

18. 19. og 20. júní

20. 21. og 22. september

19. 20. og 21. desember

Þar sem Júpiter/Úranusar er í 90 gráðu afstöðu við Sólina í þjóðarkortinu hlýtur að ganga á ýmsu á ríkisstjórnarheimilinu þessa dagana sem skyggir á jólaskapið. Þó orka bjartsýni og nýjunga sé með í pakkanum þurfa þau að glíma við innanbúðar sjálfstæði og óvæntar uppákomur og ef stjörnukort ríkisstjórnarinnar er haft til hliðsjónar þá heldur strögglið sem þau hafa átt í síðan í júlí 2009 áfram fram til 22. september, ef þessi ríkisstjórn lifir svo lengi. 

Hvernig sem það fer þá skulum við trúa því að málin þróist eins og þau þurfa að þróast á þessum breytingatímum sem við lifum. Breytingar taka alltaf á.