Tilvitnun dagsins

Sá sem sofnar sáttur – vaknar sáttur.

Nýtt Tungl 3. apríl

Það er gömul og góð speki að sá í einnar náttar nýju Tungli og uppskera í fullu Tungli.

Næsta nýja Tungl verður í Hrútnum þann 3. apríl. Nánar tiltekið á sunnudaginn kl. 14:33. Fyrir þá sem ætla að sá fræjum fyrir sumarið er góður tími að gera það í nýja Tunglinu. Óvenju mikil orka er í kringum þetta nýja Tungl sem er í samstöðu við Júpiter, þennan sem þenur allt út og stækkar.

Best er auðvitað að sá strax 3. til 4. apríl en þessi góða sáningaorka endist í um 4 daga þó hún dvíni eftir því sem frá líður.

Næsta nýja Tungl verður í Nautinu þann 3. maí sem er líka gott til sáninga nema hvað það er ef til vill í seinna fallinu að sá í maí. En þá er einmitt upplagt að nýta sér orku nýja Tunglsins.

Joomla Templates and Joomla Extensions by JoomlaVision.Com
Greinar og skrif

PóstlistiSkráðu netfangið þitt á póstlistann og fáðu sendar greinar um stjörnuspeki u.þ.b. 4-6 sinnum á ári.Hafðu samband

Utan & Innan
Strandgötu 11
220 Hafnarfjörður
S: 895 8184
hg @ utanoginnan.is