22. júní – 22. júlí KRABBI

Krabbi

Krabbinn vill síður prófa eitthvað nýtt og alls ekki borða eitthvað framandi og skrítið. Hann vill bara fá mat sem hann þekkir, helst frá barnæsku. Krabbinn er líka sælkeri. Hann vill ís eða köku í eftirmat. Eða kannski bara köku í matinn. Hann nennir sko að brúna kartöflurnar, baka upp rjómalagaða sósu og baða vínberin í sykurvatni svo þau glansi. Krabbinn eldar líka allt of mikinn mat svo hann er líklegur til að borða of mikið. Hann þarf að hafa hemil á sælkeranum í sér.