Tilvitnun dagsins

Farartækið er líkaminn, bílstjórinn er sálin, vegurinn er lífið.

23. nóvember – 22. desember BOGMAÐUR

Bogmaður

Bogmaðurinn er stórtækur í matseldinni og munar ekki um að elda fyrir stóran hóp og líklega eru einhverjir gestanna frá útlöndum. Hann á nóg af diskum og hnífapörum, stórt borð og marga stóla. Hann sker niður allt mögulegt í salatið og talar í kappi við hnífinn.  Bogmaðurinn er alltaf til í að elda eitthvað nýtt og framandi. Hann kann líka sögur um matinn, hvaðan hann er og hvernig hann er ræktaður eða alinn. Ef það eru til ævintýri í kringum eitthvað krydd þekkir Bogmaðurinn það. Hann setur tónlist í spilarann og svo er borðað, talað og hlegið.

Joomla Templates and Joomla Extensions by JoomlaVision.Com
Greinar og skrif

PóstlistiSkráðu netfangið þitt á póstlistann og fáðu sendar greinar um stjörnuspeki u.þ.b. 4-6 sinnum á ári.Hafðu samband

Utan & Innan
Strandgötu 11
220 Hafnarfjörður
S: 895 8184
hg @ utanoginnan.is