20. febrúar – 20 mars FISKAR

Fiskar

Fiskunum finnst kryddaður matur góður en ættu að spara við sig saltið því það er óhollt í of miklu magni. Þó Fiskarnir séu ekki matvandir gætu sumir Fiskar þó haft litla list á að borða dýr þar sem þeir finna svo til með öllum, sérstaklega dýrum sem farið er beinlínis illa með í ræktun. Ilmandi pottréttir eru í uppáhaldi hjá Fiskunum. Þeir eru nokkuð sniðugir að bjarga sér þegar þeir elda og þeim tekst oftast vel upp þrátt fyrir alla tilfinningasemina, enda má alltaf bragðbæta matinn með smá salti.