Samskiptakort

Hægt er að skoða saman stjörnukort tveggja einstaklinga til að skoða hvernig helstu þættir í fari þeirra hafa áhrif á tilfinningalíf þeirra, samskipti og samstarf.

Einstaklingar hafa mismunandi einkenni, eiginleika og þarfir.  Það breytist ekki þó fólk gangi í hjónaband eða fari í sambúð.  Og einstaklingar þurfa ekki að vera líkir til að eiga vel saman því ólíkir einstaklingar geta vegið upp á móti orku hins.

Meðvitund um samhljóm og/eða spennu milli tveggja einstaklinga/hjóna auðveldar þeim að leggja sitt af mörkum og taka ábyrgð á sér í samstarfinu.  Það eykur umburðarlyndi bæði í eigin garð og gagnvart makanum.

Með því að þekkja orkuna og orkusamspilið er hægt að draga fram fegurðina í hjónabandinu/sambandinu og hafa þannig áhrif á útkomuna.