Tilvitnun dagsins

Hafðu trú á því sem þú gerir og gefðu allt í það. Þá gengur það upp.

Samskipti og hópagreining

Hægt er að skoða saman stjörnukort tveggja eða fleiri einstaklinga til að bera saman hvernig helstu þættir í fari þeirra hafa áhrif á samskipti þeirra og samstarf.

Einstaklingar hafa mismunandi einkenni, eiginleika og þarfir en einstaklingar þurfa ekki að vera líkir til að eiga vel saman.

Meðvitund um samhljóm og/eða spennu milli einstaklinga auðveldar þeim að leggja sitt af mörkum og taka ábyrgð á sér í samstarfinu.  Það eykur umburðarlyndi bæði í eigin garð og gagnvart öðrum.

Stjörnuspeki er mjög gott greiningartól en hún gerir ráð fyrir því að við erum öll einstaklingar.  Þannig er hópur sem samansettur er úr nokkrum einstaklingum í rauninni breytileg heild.  Samtakamátturinn í hópi getur styrkst ef einstaklingarnir þekkja styrkleika og veikleika hópsins.  Hópagreining er gagnleg þegar velja á fólk saman í verkefni og afmarkað átak eða ef finna þarf einstakling sem passar inní hóp sem fyrir er.

Stjörnuspeki getur auk þess verið gagnleg við starfsamannaráðningar.

Hafðu samband í síma 895-8184 eða sendu Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að panta greiningu eða fá nánari upplýsingar.

 Joomla Templates and Joomla Extensions by JoomlaVision.Com
Greinar og skrif

PóstlistiSkráðu netfangið þitt á póstlistann og fáðu sendar greinar um stjörnuspeki u.þ.b. 4-6 sinnum á ári.Hafðu samband

Utan & Innan
Strandgötu 11
220 Hafnarfjörður
S: 895 8184
hg @ utanoginnan.is