Stjörnukort

Stjörnukort er mynd af stöðu himintunglanna á einhverjum tímapunkti. Þar sem himintunglin eru á stöðugri hreyfingu breytist þessi mynd stöðugt og því er ekkert stjörnukort eins og annað. Stjörnukort einstaklings verður til á þeim tíma sem hann dró andann í fyrsta sinn, hvort sem fæðingin gekk án afskipta eða með keisaraskurði.  

Stjörnukortið er ekki bara mynd af stöðu himintunglanna á fæðingarstund, það er líka mynd af persónunni sem fæddist vegna þess að það er samhengi á milli stöðu himintunglanna og persónueinkenna einstaklingsins sem fæddist inn í þær orkuaðstæður sem voru á fæðingarstund. Þegar verið er að útskýra þetta samhengi er talað um orku. Orka stjörnumerkisins birtist í persónueinkennum einstaklingsins. Orka er ósýnilegt afl en afleiðingarnar eru sýnilegar.

Út frá stöðu himintunglanna og afstöðum milli þeirra er hægt að gera persónugreiningu. Þar er hægt er að sjá hvernig einstaklingurinn er að upplagi, hverjar þarfir hans eru og hvort einstaka persónuþættir eru í spennu eða samhljómi við aðra þætti. Í langflestum stjörnukortum er bæði spenna og samhljómur.

Persónugreining er gagnleg því hún varpar ljósi á persónulega þætti einstaklingsins eins og tilfinningar hans, hugsun, framkomu, samskipti, sjálfsbjargarhvöt, hvernig hann athafnar sig og hverju markmið hans tengjast. Allir einstaklingar hafa þessa persónulegu þættir en þó er enginn eins og annar. Hvert stjörnukort er eins einstaklingsbundið og fingrafar.

Þó við vitum flest í megin atriðum hvernig við erum saman sett, hverjar þarfir okkar eru og hvernig við viljum hafa lifið okkar getur persónugreining varpað skýrara ljósi á þessa einstaklingsbundnu þætti innra með okkur. Að þekkja sinn innri mann eins og hann raunverulega er, ekki eins og öðrum finnst að hann ætti að vera, eins og við höldum að hann eigi að vera eða hvernig hann hefur mótast af umhverfinu, heldur eins og hann raunverulega er að upplagi, er lykill að sátt og umburðarlyndi gagnvart sjálfum sér og öðrum. Að þekkja og skilja persónulegu þættina sína gefur okkur sjálfstæði og trú á okkur sjálf.   Það er ekki svo lítið.

Einkatími með stjörnukortið þitt