Nú er orkuboltinn Mars í Ljónsmerkinu

Nú er orkuboltinn Mars í Ljónsmerkinu. Það gefur Ljónum meiri ákveðni og aukinn kraft til athafna og framkvæmda.  

Orka Ljónsins er úthverf og í víðasta skilningi skapandi.  Sköpunarorka Ljónsins getur birtist í framkomu, útliti eða umhverfi, jafnt og því sem það tekur sér fyrir hendur.  Þar sem Ljónið er, þar er eitthvað skemmtilegt, fallegt, glæsilegt, athyglisvert.  Ljón setja mark sitt á það sem þau gera og ef þau eru að búa til skemmtilega stemningu þá eru þau miðpunkturinn.  Ef þau láta eitthvað frá sér er það á einhvern hátt einstakt, hvort sem það er vel gert, fallegt, glæsilegt eða athyglisvert.  Ljón eru metnaðargjörn og stolt, þau leggja mikið á sig til að setja fram það sem þau leggja af mörkum og vilja að það sé virt að verðleikum.

Frá 24. júlí til 23. ágúst er Sólin í Ljónsmerkinu og því er sagt að þeir sem eru fæddir á þeim tíma séu Ljón.

Mars verður til 11. nóvember í merki Ljónsins.