Hvað gerir Úranus næst?


Orka Úranusar þegar hann er á ferðinni er spenna, órói og rafmagn.  Hún gefur stuð og þá breytist eitthvað. Orka hans kallar eftir sjálfstæði og frelsi.  Hún vekur upp og breytir, brýtur upp úrelt form eða hefðir, sprengir girðingar og skyndilega er landslagið breytt.  Úranus er í afstöðu lengi í einu og áhrifin verða því afgerandi.  Ég nefni hér aðeins fáein atriði en Úranus hefur verið nokkuð fyrirferðamikill í afstöðum við stjörnukort Íslands þar sem hann hefur bakkað, eins og það er kalla þegar hann fer oftar en einu sinni fram hjá sömu gráðunum í stjörnukortinu.


Úranus og ríkisstjórnin

Ég hef fylgst með samspili á milli Úranusar í spennu við Rísandann í þjóðarkortinu (stjörnukort fyrir Ísland) annarsvegar og óróans í kringum ríkisstjórnina hinsvegar.  Tvö þannig tímabil eru liðin á árinu 2011.  Það fyrra var á fyrri hluta ársins frá 9. apríl til 22. maí en þá hafði það gerst að þingmannatala stjórnarflokkana var komin niður í 32 eftir að tveir þingmenn sögðu sig úr VG og ríkisstjórnin þurfti í framhaldinu að verjast ásökunum um að hún væri sama sem fallin.  Seinna tímabilið var núna frá 29. ágúst til 9. október en þá urðu breytingar á ráðherraskipan þegar 4 ráðherrar fóru út úr ríkisstjórninni og tveir nýir komu inn og þannig hafði ráðherrum fækkað um tvo.  Nú verður Úranus í spennu við Rísandann í síðasta sinn í bili frá 28. janúar til 9. mars 2012.  Hvað gerist þá?  Hvernig breytingar verða núna?  Það er ekki gott að segja þegar um Úranus er að ræða því afleiðingar orku hans eru ekki fyrirsjáanlegar.

 

Úranus og fólkið í landinu
Á sama tíma hefur Úranus verið í spennu við Tunglið í þjóðarkortinu og magnað upp spennu og pirring.  Tunglið í þjóðarkorti er þjóðin, fólkið í landinu, og fólkið hefur vissulega bæði verið spennt og pirrað af mörgum ástæðum.


Úranus og Þjóðkirkjan

Á svipuðum tíma var (og er) Úranus líka í spennuafstöðu við Satúrnus en sú afstaða hefur m.a. fylgst að við uppákomur í kringum þjóðkirkjuna.  Í þjóðarkorti er Satúrnus í hlutverki reglna, kerfisins, yfirvaldsins, stofnanna og þar með kirkjunnar.

 

Úranus var í spennuafstöðu við Satúrnus (m.a. kirkjuna) frá 24. apríl til 20. september 2010 en þá gekk mikið á í kringum ásakanir um misnotkun og síðar neituðu margir prestar að gefa samkynhneigða saman.  Frá 14. febrúar 2011 til 23. mars 2011 var Úranus aftur í spennuafstöðu við Satúrnus en þá var ásökun um þöggun hávær.  Í júlí lagði hann enn af stað í áttina að spennuafstöðu við Satúrnus og rétt nær snertingu þann 12. desember en um það leiti verður líklega síðasta uppákoman í kirkjunni í bili.  Hvað þá verður uppi á teningnum er ekki gott að segja en kirkunnar menn hafa sumir fagnað tækifærunum til að breyta kirkjunni og þá má segja fagnað orku Úranusar, á meðan aðrir hafa barist á móti breytingum og viljað halda í horfinu en að halda í horfinu er ekki í boði þegar Úranus er annarsvegar.