Fréttabréf Utan og Innan 27.11.2011

Utan og innan hefur nú opnað stofu að Strandgötu 11 í Hafnarfirði.  Þar get ég tekið á móti fólki sem vill skoða stjörnukortið sitt með mér og auk þess býð ég uppá blandaða tíma með stjörnukort og Tarot.  Ýmiskonar kort á mismunandi verðum eru í boði og alltaf er að bætast við úrvalið.  Nýjast viðbótin er Framtíðarspá fyrir 1 ár og er á tilboði til áramóta.

Fleiri tilboð eru í gangi til áramóta og ég minni á að gjafakort eru bæði skemmtileg og spennandi jólagjöf.

TILBOÐ
Framtíðarspá fyrir 1 ár segir þér hvernig orkustraumar koma til með að blandast inn í lífið þitt á komandi ári, hverju þú getur átt von á og hvernig þú getur nýtt þér straumana eftir því hvers eðlis þeir eru.  Aftast í bókinni, sem er 14 - 16 blaðsíður, er tímalínugraf til að sjá betur lengd tímabila og dagatal til að skipuleggja fram í tímann.  Bókin kostar 4.900 kr.

Persónan í stjörnukortinu samanstendur af bók sem er skrifuð sérstaklega um stjörnukortið þitt og 90 mínútna tíma með stjörnuspekingi.  Farið er m.a. inná styrkleikana, markmiðin og hvar tækifærin eru til að vaxa og þroskast og á hvaða sviðum hæfileikar þínir njóta sín best.  Farið er inn á samskipti, tjáningu, hugsun, starf, ástina og annað sem þú vilt skoða í fortíð, nútíð og framtíð.  Bókin og 90 mínútna einkatími kostar 9.900 kr.

Stjörnukort og Tarot í bland ef þig langar að skyggnast inn í framtíðina eða fá leiðsögn og svör.  Gaman getur verið að blanda saman stjörnuspeki og Tarotlestri en þá er bæði farið yfir stjörnukortið og lesið úr tarotspilum til að kryfja málin og finna svörin við spurningunum sem brenna.  50 mínútna tími kostar 5,500 kr.

Í nýjustu greininni "Hvað gerir Úranus næst?" á utanoginnan.is velti ég fyrir mér áhrifum Úranusar á breytingar innan ríkisstjórnarinnar og kirkjunnar á næstunni.


Kær kveðja,
Hrafnhildur Geirsdóttir
Utan & Innan
www.utanoginnan.is
hg (hjá) utanoginnan.is