Vinnigshafar í stjörnukortaleiknum 2011

Nú er búið að draga út vinningshafa í stjörnukortaleiknum.  Það var gert mjög vísindalega með því að nota random formúlu í Excel (slembiútrak).  Eftirtaldir aðilar voru dregnir út:


Jona Vigdís þú færð Persónan í stjörnukortinu að verðmæti 9.900 kr. sem er bók skrifuð sérstaklega um stjörnukortið þitt og 90 mínútna tími með stjörnuspekingi.  Farið er m.a. inná styrkleikana, hvert markmiðin toga þig og hvar tækifærin eru til að vaxa og þroskast, á hvaða sviðum hæfileikar þínir njóta sín best, samskipti, tjáningu, hugsun, starf, ástina og annað sem þú vilt skoða í fortíð, nútíð og framtíð.


Jens Jensson þú færð Framtíðarspá að verðmæti 4.900 kr. sem segir þér hvernig orkustraumar koma til með að blandast inn í lífið þitt á komandi ári, hverju þú getur átt von á og hvernig þú getur nýtt þér straumana eftir því hvers eðlis þeir eru.  Aftast í bókinni sem er um 20 blaðsíður (A4) er tímalínugraf til að sjá betur lengd tímabila og dagatal til að skipuleggja fram í tímann. 


Jason Móri Steinþórsson þú færð tíma í Stjörnuspeki og Tarot að verðmæti 5.500 kr. en það er blanda af stjörnuspeki og Tarotlestri. Farið er yfir stjörnukortið og lesið úr tarotspilum til að finna svörin við spurningunum sem brenna.

Vinsamlega hafið samband í janúar 2012 í síma 895-8184 eða sendið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.