Helgarspáin 20. – 22. janúar frá Utan & Innan

Í stjörnukortunum þessa dagana er togstreita á milli þess að slá um sig og halda í við sig.  Það er því ágætis ráð að fara milliveginn.  Gera eitthvað skemmtilegt en hafa skynsemina með í ráðum.  Það verður vissulega áskorun fyrir suma.  

Á föstudagskvöldinu verður meira fjör og hreyfing á fólki, auðveldara að sleppa fram af sér beislinu og líklegt að þú hittir fleiri vini og kunningja þá en á laugardagskvöldinu.  Þá getur orðið nokkuð mikill fyrirgangur, ýmist þegar dansinn stendur sem hæst á dansgólfinu eða þegar einhverjir þurfa pláss fyrir skoðanir sína.  Búast má við neistaflugi og rafmögnuðum tilfinningum, sem gæti brotist út sem pirringur hjá einhverjum.

Laugardagskvöldið verður formfastara og skipulagðara en þörfin til að tjá og tala um tilfinningarnar verður því meiri.

Sunnudagskvöldið veðrur álíka formast og laugardagskvöldið en þá gætir þú átt langt og gott spjall– sérstaklega við konur (vinkonu, eiginkonu, kærustu, mömmu, ömmu, frænku).

Bara ágætis helgi framunda í himintunglunum.

Bestu kveðjur um góða helgi frá Utan & Innan.