Helgarspáin 27. – 29. janúar frá Utan & Innan

“Fjör og rómantík með smá dassi af óþolinmæði og bjartsýnu ívafi” gæti verið yfirskrift helgarinnar.

Formfestan fer fyrir ofan garð og neðan þessa helgina og trúlega lætur þú kylfu ráð kasti um það hvert verður farið, með hverjum og hvenær.  Frumhvötin verður í aðalhlutverki og þá fer það bara eftir því hvaðan vindurinn blæs hvert áhuginn togar þig.  Það er því gott að hafa smá auraráð, lausan tíma og vera búinn að pússa spariskóna, jafnvel gönguskóna eða hafa skíðabúnaðinn kláran því það er aldrei að vita hvað verður gert um helgina.  Stefnan getur breyst með einu símtali og helgin er upplögð fyrir hreyfingu ef veður og aðstæður leyfa.

Á föstudagskvöldinu verður orkan fjörug og skemmtileg og jafnvel þeir sem aldrei dansa munu stíga sporið að minnsta kosti heima í stofu og rómantíkin verður með í spilinu.  Ef veðrið er með leiðindi er upplagt að draga upp borðspil og hafa kósý-kvöld.

Laugardagskvöldið verður ennþá rómantískara en föstudagskvöldið og þá verður mikil eftirspurn eftir vangalögum.

Á sunnudagskvöldið verður bjartsýnin í hæstu hæðum og trúlegt að þú farir seint að sofa í þeirri trú að þú verðir ekkert þreytt(ur) daginn eftir.  Það er svo margt sem þarf að spjalla um og marga að hitta.  Svo er það Facebook, það þarf að mingla þar líka.

Nokkuð hressandi helgi framunda.

Bestu kveðjur um góða helgi frá Utan & Innan.