Tilvitnun dagsins

Óskir þínar munu rætast - vertu viss um að óska þér aðeins þess sem þú raunverulega vilt að rætist.

Helgarspáin 03. – 05. febrúar frá Utan & Innan

Föstudagskvöldið verður stemning til að vera á ferðinni, blanda sér inn í rómantíkina, sýna sig og sjá aðra.  Hittast og viðra góðar hugmyndir.

Á laugardaginn og sunnudaginn er það fjölskyldan og heimilið sem verða í aðalhlutverki.  Það kallar á að hlúa að heimilinu, fjölskyldunni og börnunum, gera eitthvað skemmtilegt saman, hitta fjölskylduna, fara í fjölskylduboð eða halda matarboð.  Fyrir þá sem eru svo heppnir að eiga foreldra/ömmu/afa þá mundi gleðja þau að fá ykkur í heimsókn um helgina.  Fyrir þá sem eru langt frá fjölskyldunni gæti það skapað góða stemningu að bjóða vinum til sín í mat.  Þetta er svona tími til að vera saman.

Inn í helgina blandast fjörug / skemmtileg samskipti og rómantík, þó rómantíkin verði meira áberandi á föstudagskvöldinu.

Einstaklega skapstórt fólk gæti þurft, á laugardagskvöldinu, að telja nokkrum sinnum upp í tíu, en það er létt verk.

Bestu kveðjur og óskir um góða fjölskyldu helgi frá Utan & Innan.

Joomla Templates and Joomla Extensions by JoomlaVision.Com
Greinar og skrif

PóstlistiSkráðu netfangið þitt á póstlistann og fáðu sendar greinar um stjörnuspeki u.þ.b. 4-6 sinnum á ári.Hafðu samband

Utan & Innan
Strandgötu 11
220 Hafnarfjörður
S: 895 8184
hg @ utanoginnan.is