Helgarspáin 10. –12. febrúar frá Utan & Innan

Orkan yfir helgina verður svona frekar yfirborðsleg en upplögð til að fara í boð, sinna menningarlegum og listrænum viðburðum eins og að fara á málverka-, ljósmynda-, og myndlistasýningar, funda um pólitíkina og bæjarmálin svo eitthvað sé nefnt.  Þetta er líka helgi til að láta sér líða vel og hugsa útlitið.  Fólk mun flest, sýna sína betri hlið og vilja halda friðinn.  Stemning er fyrir rómantískan kvöldverð við kertaljós.

Undirliggjandi er hressandi stemning fyrir þá sem vilja vera í fjörinu og þeir sem leita að ást við fyrstu sýn gætu fundið hana á föstudagskvöldinu þó trúlega endi sá rómantíski fundur ekki með hjónabandi í þetta sinn.

Bestu kveðjur um góða helgi frá Utan og Innan