Helgarspáin 17. –19. febrúar frá Utan & Innan

Sumir vinna oft um helgar, aðrir vinna aldrei um helgar, einhverjir vinna stundum um helgar.  Um þessa helgi tekur vinnan sinn toll, hvort sem um launaða vinnu er að ræða eða heimaverkefni sem bíða helgarinnar.  Þreyta og orkuleysi gerir vart við sig og sumir ná jafnvel ekki að koma endurnærðir og úthvíldir til vinnu á mánudaginn.  Sumir fagna því að vinna um helgina – aðrir ekki.  

Ef þú þarft að vinna mikið um helgina reyndu þá að fara snemma að sofa í stað þess að nota tækifærið og vaka, af því það er “frí”, og borða hollan mat.  Notaðu líka frítímann til að hlúa að þér og því sem hefur áhrif á úthaldið þitt.  Jafnvel ef þú þarft ekki að vinna um helgina gerir þreyta og orkuleysi vart við sig.  

Ef þig langar á djammið verður nokkuð góð stemning á föstudagskvöldinu.  

Þeir sem eru fæddir í kringum 20. febrúar verða í flæðandi og næmri orku á afmælisdaginn sinn.  Þeir eru líklegir til að annaðhvort umvefja þá sem eru minnimáttar og finna til samúðar með þeim eða hreinlega taka ekki eftir þeim eða yfir höfuð neinu öðru, af því þeir eru flúnir inn í heim drauma og ímyndanna.

Utan við sig og dreymanda afmælisbörn.  Til hamingju með afmælið í kringum 20. febrúar og bestu óskir um góða helgi frá Utan & Innan.