Fréttabréf Utan & Innan mars 2012

Í tilefni þess að Utan & Innan opnaði stofu í Hafnarfirði var settur af stað stjörnukortaleikur á Facebook (stjörnuspeki – utanoginnan.is).  Jóna Vigdís og Jens voru ánægðir vinningshafar sem sóttu verðlaunin sín í ársbyrjun.  Þriðji vinningshafinn Jason Móri býr í útlöndum en hann sækir verðlaunin sín seinna.

Mottumars 2012
Það er svo gaman að gefa og því ætlar Utan & innan að gefa þeim sem safnar hæstu upphæðinni í Mottumars 2012 stjörnukort með einkatíma og auk þess fær hann bók um stjörnukortið sitt.

Nýjasta viðbótin:
Hópatímar er nýjasta viðbótin hjá Utan & Innan og hefur mælst vel fyrir hjá vinkonuhópum. Þá skoðum við saman stjörnukortin og allir fá með sér lesefni út frá stjörnukortinu sínu.
Mér var boðið að halda fyrirlestra hjá Lífsspekifélaginu og Sálarrannsóknarfélaginu í Hafnarfirði voru þeir skemmtilegir og vel sóttir.  Það var ótrúlega gaman að hitta svo marga einstaklinga sem hafa gaman af stjörnuspeki en allir hafa nú lúmskt gaman af að skoða framvindu mála sem eru í umræðunni hverju sinni.  

Stjörnuspekigreinar:
“Ísland í apríl og fram á sumar” Hér skoða ég stöðuna út frá þjóðarkortinu fram á sumar en út frá stjörnuspekilegu sjónarhorni sjáum við fram á betri tíma næstu mánuði.
Valentínusarstemning himintunglanna”  Um þessar mundir dansa Venus og Júpíter tangó á vesturhimni og hvet ég alla til að líta upp að kvöldlagi og meðtaka þessa einstöku fegurð.

Tilboð: Ef pantað er bæði Stjörnukort (með einkatíma) og Framtíðarspá  er verðið 13.900 kr. og ég minni á að gjafabréf á stjörnukort er skemmtileg, spennandi og góð gjöf við öll tækifæri.  

Pantanir má senda frá heimsíðunni, á netfangið  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. eða í síma 895-8184.

Kær kveðja,
Hrafnhildur Geirsdóttir, stjörnuspekingur
www.utanoginnan.is
hg (hjá) utanoginnan.is

Stjörnuspeki - utanoginnan.is á Facebook