Hrútar og árið 2013

Hrútar fæddir á tímabilinu 25. mars til 2. apríl (u.þ.b.) geta búist við breytingum og mega jafnvel eiga von á því óvænta. Hvað sem það verður þá bendir allt til þess að það tengist sjálfstæðisþörf þeirra, verði eitthvað nýtt, spennandi og óvenjulegt. Þeir eru líklegir til að upplifa meira eirðarleysi en venjulega og líklegir til að brjóta upp gömul mynstur. Þeir finna aukið sjálfstæði, hugrekki og þor til að brjótast undan heftandi aðstæðum og fara nýjar leiðir, birta nýjan einstakling, vakna til meðvitundar um sjálfa sig. Trúlega munu einhverjir af Hrútunum sína frumkvöðlatakta á árinu 2013 þegar Úranus verður í samstöðu við Sólina þeirra.

Forsíða