Naut og árið 2013

Agi, skynsemi og samviskusemi eru lykilorð Nautsins til að ná árangir á árinu 2013.  Hjá Nautum sem eru fædd á bilinu 24. apríl til 12. maí er þetta tíminn til að færa atiðin af minnislistanum yfir á dagatalið og skipuleggja, klára mál sem hefur verið frestað, borga skuldir og gera hreint fyrir sínum dyrum.

Naut sem hafa frestað því að láta tannlækninn kíkja á eitthvað í tönnunum ættu að panta sér tíma áður en vandamálið breytist í tannpínu.

Þetta er ekki tími til að eyða peningum í óþarfa heldur tími til að fara vel með, nota þá af skynsemi og taka til í fjármálunum sínum.  Leggja sig fram, endurskipuleggja og endurmeta vinnumálin.  Kannski þarf að vinna meira en venjulega, kannski verður meiri ábyrgð eða meira álag og mögulega ganga hlutirnir hægar en þá þarf að leggja sig meira fram.

Nautin þurfa að leggja áherslu á fjárhagslegt öryggi en reglusemi, raunsæi og einbeiting ýtir undir árangur.  Nautin uppskera eins og þau sá til á árinu 2013

Forsíða