Tilvitnun dagsins

Hafðu trú á því sem þú gerir og gefðu allt í það. Þá gengur það upp.

Krabbar og árið 2013

Það verður ekki lognmolla í kringum Krabba á árinu 2013 því þeir hafa þörf fyrir frelsi, sjálfstæði og breytingar á árinu.  Krabbar sem eru fæddir á bilinu 25. júní til 5. júlí eiga eftir að finna enn meira fyrir frumkvæði sínu og taka af skarið í málum sem þeir láta sig varða.  Það eru breytingar í kortunum þeirra.  Fjölskyldan og heimilið skiptir Krabba miklu máli svo mögulega verða gerðar breytingar á þeim vígstöðvum eða ef Krabbinn er ógiftur gæti hann slegið til og stofnað heimili/fjölskyldu á árinu.  Það verður ekkert langur aðdragandi að þessum ákvörðunum því Krabbar verða eirðarlausari en oft áður og nenna ekki að drolla við hlutina.  Krabbar fæddir 22. júní til 14. júlí geta búist við aukinn bjartsýni og meira sjálfstrausti en vanalega.  Þeir gætu jafnvel viljað vera meira áberandi og sýnilegri en oft áður.  Þörfin fyrir víðáttu og frelsi mun verða til þess að þessir Krabbar vilji stækka við sig og fjölga sér.  Verði það ekki á teikniborðinu þá fara þeir til útlanda á árinu eða tengja sig á einhvern hátt við útlönd til að stækka veröldina sína.

Forsíða

 

Joomla Templates and Joomla Extensions by JoomlaVision.Com
Greinar og skrif

PóstlistiSkráðu netfangið þitt á póstlistann og fáðu sendar greinar um stjörnuspeki u.þ.b. 4-6 sinnum á ári.Hafðu samband

Utan & Innan
Strandgötu 11
220 Hafnarfjörður
S: 895 8184
hg @ utanoginnan.is