Tilvitnun dagsins

Allt er þetta spurning um að reyna ekki að vera annað en maður er.

Fiskar og árið 2013

Fiskar eru næmir, listrænir og hafa mikið ímyndunarafl.  Orka þeirra er flæðandi og stundum eru mörkin á milli þessa heims og annarra óljós í lífi þeirra.  Nú magnast þessi orka hjá Fiskunum, sérstaklega Fiskum sem fæddir eru á tímabilinu 24. febrúar til 20. mars.  Þetta gæti því verið tími fyrir Fiska til að opna og auka listræna hæfileika sína og skynjun eða til að ná betri tökum á andlegum málum.  Það eru ferðalög í kringum Fiska á árinu og þeir eru líklegir til að ferðast á staði til að skynja og tengja sig við flæðandi orkuna, til að víkka vitundarsvið sitt og auka yfirsýn.  Fiskar sem hafa áhuga á kirkjulist gætu t.d. skipulagt skoðunarferð í kirkjur.  Tónlist og myndlist gæti togað aðra Fiska á sýningar og tónleika.  Þetta er líka tími til að fara í nám og víkka þannig sjóndeildarhringinn.  Nauðsynlegt er að beina þessari flæðandi orku í farveg og nýta hana.  Fiskar fæddir á tímabilinu 19. – 25. febrúar geta átt von á því að vera einstaklega næmir og opnir en jafnframt þurfa þeir að gera sér grein fyrir því að skipulag á þessum tíma er líklegt til að fara fyrir ofan garð og neðan.  Ýmislegt getur orðið óljóst og sjálfsblekking gæti verið orsök vonbrigða síðar.  Þessir Fiskar sérstakleg þurfa að hlusta á hjarta sitt.  Ef hjartað efast getur borgað sig að bíða og sjá til frekar en að ana inn í þokuna.

Forsíða


Joomla Templates and Joomla Extensions by JoomlaVision.Com
Greinar og skrif

PóstlistiSkráðu netfangið þitt á póstlistann og fáðu sendar greinar um stjörnuspeki u.þ.b. 4-6 sinnum á ári.Hafðu samband

Utan & Innan
Strandgötu 11
220 Hafnarfjörður
S: 895 8184
hg @ utanoginnan.is