Vogir og árið 2013

Vogir fæddar á tímabilinu 22. september til 14. október mega búast við að félagshæfni þeirra blómstir sem aldrei fyrr.  Vogir munu, ef ekkert annað í persónulega stjörnukortinu skyggir á, taka meiri þátt í félagsmálum og samstarfi en áður og fóstra áhuga sinn á menningu og listum með því t.d. að fara á fleiri listviðburði, sýningar og kokteilboð.  Vogin getur sýnt fádæma lipurð og rómantík þegar sá gállinn er á henni og núna verður kveikt á fleiri kertum og boðið oftar í rómantískan dinner.  Það er því ekki leiðinlegt að þekkja Vog, ef hún má vera að því að vera rómantísk á þessu ári.  Ef Vogin er félagsmálatröll þá skýrir sig sjálft að félagsmálin þyngja aðra vogarskálina og taka sinn toll.  Þegar Vogir berjast tengist það yfirliett réttlætis- og sanngirnimálum og á kosningaári gæti manni dottið í hug að Vogir láti í sér heyra.  Vogir fæddar á bilinu 25. september til 6. október munu jafnvel enn frekar rekast á málefni sem þarf að berjast fyrir og ef þau tengjast ekki annarra frelsi og sjálfstæði, þá eru það hennar eigin.  Þessar Vogir munu fara óvenjulegar leiðir í réttlætisgæslu sinni og sýna nýja takta, sem jafnvel koma þeim sjálfum á óvart og birtir þeim nýja mynd af sjálfum sér.  Listamenn í Vogarmerkinu eru líklegir til að taka upp nýja tækni eða sýna eitthvað alveg nýtt.

Forsíða