Steingeitur og árið 2013

 

Steingeitur eru nú yfirleitt rólyndisfólk, nema annað komi til í persónulega stjörnukortinu. Þær nota yfirleitt tímann til að vinna sig í gegnum verkefnin hægt og bítandi. Þær gefast ekki upp þó á móti blási, láta ekki segja sér fyrir verkum og vilja ná áþreifanlegum árangri. Núna verður mikið að gera hjá Steingeitum sem eru fæddar á tímabilinu 22. desember til 12. janúar og allt lítur út fyrir að þær geti ekki annað en náð árangir hver á sínu sviði. Ef þær skipuleggja sig fram í tímann munu áætlanirnar ganga upp, jafnvel gott betur en það, hvort sem þær stefna á stöðuhækkun, að stofna eða stækka fyrirtæki, fara í framhaldsnám (kannski til útlanda) eða byggja eitthvað upp á annan hátt. Steingeitur sem fæddar eru á bilinu 24. desmeber til 4. janúar, svona um það bil, geta samt átt von á einhverju óvæntu. Breytingar geta óvænt bætt ástandið eða sett áætlanir þeirra úr skorðum en þá þurfa þær að vera sveigjanlegar og tilbúnar að breyta um stefnu, því það er betra að vinna með breytingum en á móti þeim. Þessar Steingeitur gætu upplifað sem svo að frelsi þeirra og sjálstæði sé ógnað eða að þær vilji meira sjálstæði og frelsi en áður.

Forsíða