Tilvitnun dagsins

Farartækið er líkaminn, bílstjórinn er sálin, vegurinn er lífið.

Bogmenn og árið 2013

 

Bogmenn eru frelsiselskandi og ævintýragjarnir heimspekingar sem þyrstir í meiri þekkingu, meiri ferðalög og stærri heimsýn. Og nú verður þeim að ósk sinni. Meira af öllu sem einkennir þá. A.m.k. hjá Bogmönnum sem fæddir eru á bilinu 27. nóvember til 21. desember eða þar um bil. Bogmenn sem þurfa að sitja kyrrir við skrifborð geta bókstaflega orðið veikir ef þeir búa ekki við tilbreytingu og hreyfingu á árinu. Almennt þurfa Bogmenn að hafa frelsi til að ákveða hvar þeir eru og hvenær en núna eru þeir líklegir til að setja í ferðagírinn og leggja af stað út í heim. Kannski í nám en ef ekki þá alveg örugglega í frí, ef þeim er það mögulegt. Bogmenn sem komast ekki til útlanda ættu að ná sér í bæklinginn „Túristar á Íslandi“ og taka nokkrar túristaferðir en það gæti slegið á aukaverkanir. Bogmenn fæddir á bilinu 23. – 28. nóvember gætu lent í því að leggja af stað til A en lent á B, eða að í ljós komi að ferðaáætlunin er ekki nægilega vel skipulögð, þó hún hafi litið út fyrir það í upphafi ferðar. Það má alltaf biðja einhvern að líta yfir málin með sér ef þolinmæðin er ekki á þrotum. Bogmenn eru flestir bjartsýnir að eðlisfari en núna er hætt við að einhverjir fari fram úr sjálfum sér. Of mikið af einhverju veldur alltaf ójafnvægi sem getur farið í báðar áttir. Orðið of umfangsmikið eða fallið um sjálft sig en það er ekki þar með sagt að það verði ekki gaman hjá Bogmönnum, hvernig sem allt fer.

Forsíða 

 

 

Joomla Templates and Joomla Extensions by JoomlaVision.Com
Greinar og skrif

Póstlisti



Skráðu netfangið þitt á póstlistann og fáðu sendar greinar um stjörnuspeki u.þ.b. 4-6 sinnum á ári.







Hafðu samband

Utan & Innan
Strandgötu 11
220 Hafnarfjörður
S: 895 8184
hg @ utanoginnan.is