Tilvitnun dagsins

Viðhorfið þitt ræður miklu um það hvernig þú leysir málin.

Ljón og árið 2013

Ljón elska skemmtilegt andrúmsloft og þeim er lagið að mála tilveruna í litum, tónlist og dansi, segja brandara til að öðrum finnist líka gaman og þau leggja ýmislegt á sig til að skreyta umhverfið með gleði og skemmtilegum augnablikum.  En nú blandast meiri alvara inn í tilveru Ljónanna, sérstaklega Ljóna sem fædd eru á bilinu 26. júlí til 14. ágúst.  Nú þurfa þau að sýni aga, draga úr eyðslu, skipuleggja tímann sinn og nú komast þau ekki lengur upp með að trassa leiðinlegu verkefnin sem þau eru svo lagin við að fresta.  Þetta hljómar kannski frekar leiðinlegt í huga Ljónanna en þetta er ekki alslæmt því skipulag, festa og einbeiting þeirra mun skila þeim árangri sem þeim mun ekki leiðast.  Ljón fædd á tímabilinu 27. júlí til 6. ágúst eru líkleg til að komast hjá því að láta skylduverkin og annirnar hefta sig of mikið.  Kannski tekst þeim að breyta skylduverkunum í ævintýri og finna óvenjulegar lausnir á málunum eða kannski fara þau bara til útlanda og þá eru minni líkur á að skylduverkin þvælist fyrir þeim.  Annars er það óbrigðult ráð fyrir Ljón, svo þau deyi ekki úr leiðindum þegar þau þurfa að gera eitthvað sem þeim leiðst, að gera eitthvað skemmtilegt á milli leiðinlegu verkanna.

Forsíða

 

Joomla Templates and Joomla Extensions by JoomlaVision.Com
Greinar og skrif

PóstlistiSkráðu netfangið þitt á póstlistann og fáðu sendar greinar um stjörnuspeki u.þ.b. 4-6 sinnum á ári.Hafðu samband

Utan & Innan
Strandgötu 11
220 Hafnarfjörður
S: 895 8184
hg @ utanoginnan.is