Fullt Tungl í Hrút!

Ertu fædd/ur 9. apríl? (eða á bilinu seinnipart 8. apríl til fyrriparts 10. apríl – hvaða ár sem er).

Rétt fyrir miðnætti í kvöld (kl. 23:50) verður fullt Tungl í Hrút og Sólin þín (í stjörnukortinu þínu) stendur í miðju sviðsljósinu þegar spennan nær hámarki.  Á einhvern hátt verður þú var við aukna áherslu, aukna spennu, meiri athygli, meiri orku. Þetta getur þýtt fyrir þig að þú átt góðan dag eða kannski verður þú í sviðsljósinu.  Það er erfitt að segja til um hvað það verður en aukin orka er málið.  Njóttu dagsins Hrútur sem ert fæddur á ofangreindu tímabili.

Til að gera sögu um atburðinn þá er semsagt margmenni á torginu og þar eru ásamt mörgum öðrum hetjan myndarlega og gyðjan ofur fallega.  Þau eru, svona eins og gengur og gerist í fjölmenni, að spranga um, sinna erindum, sýna sig og sjá aðra.  Það vefst þó ekki fyrir neinum að eitthvað liggur í loftinu.  Það er spenna og hún er að magnast.  Hún hefur verið að magnast undanfarna daga.  Fólk er mis-meðvitað um þessa spennu en alveg örugglega eru hetjan og gyðjan meðvituð um hana.

Skyndilega finnur hetjan að eitthvað fangar augað.  Hetjan lítur upp og sér í gegnum þvöguna, langt í burtu, undurfögru gyðjuna.  Fegurð hennar er slík að tíminn stoppar, hjartað stoppar og andartakið, fegurðin, eru greypt í minni hetjunnar.

Hetjan getur ekki gleymt þessari fegurð og langar mest af öllu að hitta undurfögru gyðjuna.  Hann færir sig nær en missir sjónar á henni.  Hann sér henni bregða fyrir en svo hverfur hún aftur.  Hann verður að finna hana!  Hann hleypur í áttina að henni . . . . .

. . . framhald af sögunni verður innan skamms en þangað til er gott fyrir alla að hugleiða: hvað varstu að gera, hugsa eða hvert varstu að stefna 4. október sl.  Í dag er framhald af því upphafi sem var þá.  Í dag markast árangur af því.  Njótum öll dagsins og orku fulla Tunglsins.