Um mig


HG_head_on_a_stickÉg heiti Hrafnhildur Geirsdóttir og er fædd 9. júní 1959, með Sól í Tvíbura, Tungl í Krabba og Rísandi Krabbi.  Sterkustu stjörnumerkin í kortinu mínu eru Tvíburi, Krabbi, Ljón og Fiskar. 

Stjörnuspeki hefur átt hug minn og frítíma allan síðan um aldamótin en allt lífið hef ég haft áhuga á stjörnuspeki.  Fyrir utan að skoða ógrynni stjörnukorta hef ég farið á námskeið hér heima, sótti fjarnám í Bandaríkjunum og útskrifaðist í maí 2010 með diploma í stjörnuspeki eftir 2ggja ára nám í stjörnuspekiskólanum hjá Gunnlaugi Guðmundssyni stjörnuspekingi.

Um stjörnuspekina
Það er hægt að segja svo margt fallegt um stjörnuspekina en fyrst og fremst er hún lykill og leiðarvísir.  Í bókinni “Bókin um veginn” eftir Lao Tse er talað um að við flækum lífið í stað þess að einfalda það.  Stjörnuspekin er einmitt lykill og leiðarvísir að því að einfalda lífið. 

Þegar við fæðumst verður til stjörnukort þar sem hægt er að sjá hvernig við erum að upplagi, hverjar þarfir okkar eru og hvernig við erum saman sett.  Þetta stjörnukort verður alltaf til og í því er hægt að finna þessar upplýsingar.  Uppeldið, umhverfið og aðstæður hafa svo áhrif á það hvernig þetta upplag þróast og þroskast.   Ef einstaklingurinn sinnir ekki því sem hentar honum best skapast ójafnvægi sem veldur óánægju, orkuleysi og vanlíðan.  Það er því eftirsóknarvert að finna lykilinn og leiðarvísinn að ánægjulegu lífi með því að skoða stjörnukortið.

Ég geri mér grein fyrir því að stjörnuspeki getur virst flókin úr fjarlægð en eins og flest annað er auðvelt að koma lykilatriðunum til skila á einfaldan og árangursríkan hátt.   Um stjörnukort. 

Auk Stjörnuspekinnar hef ég þróað meðferð sem ég kalla Samstillingu orkunnar milli orkunnar í stjörnukortinu og líkamans en það bætir orkujafnvægið í líkamanum (sjá hér).  Þess utan hef ég lært Tarot, Reiki 1 og 2, Heilun, Orkusviðsjöfnun (EFT), Raja Yoga 1 og 2, Tíbeska hugleiðslu (Kagyu Samye Dzong) og stúderað Svæðamerðferð, I Ching, Kabbalah, sköpunarkraft alheimsins ofl.  Áður hafði ég numið Iðnrekstrarfræði í THÍ.


Um Utan og Innan
Nafnið Utan og Innan er vísun í samhengið á milli stöðu himintunlanna og persónueinkenna einstaklingsins sem fæddist inn í þær orkuaðstæður sem voru á fæðingarstund.

Kær kveðja,
Hrafnhildur Geirsdóttir


LOGIN