Sólin og Sabíönsku táknin

Stjörnuhringurinn er 360° og hver gráða hefur sína dulspekilegu táknrænu lýsingu samkvæmt Sabíönsku táknunum sem Mark Edmund tók saman þegar Elise Wheeler miðlaði þeim til hans árið 1923 fyrir utan Californiu í Bandaríkjunum. Hér ætla ég að tengja saman gráðuna sem Sólin er í og Sabíanska tákn viðkomandi gráðu við atburði og tímamót sem upp koma, en hver og einn getur svo gert það upp við sig hvort táknin gefa vísbendinu um gang mála eða varpa ljósi á aðstæður. Hvert tilefni er merkt með dagsetningu og nýlegasta dagsetningin er efst.

27. nóvember 2010
Kosið til stjórnlagaþings (Sólin 6° í Bogmanni)

Krikketleikur
Nú er það ekki leikurinn sem skiptir mestu máli heldur hvernig hann er leikinn. Í þessum aðstæðum eru heilindi þín lífsnauðsynleg og heiðarleiki þinn borgar sig, jafnvel þó einhverju sé fórnað. Vandvirk hópavinna er nauðsynleg til að koma í veg fyrir að neitt sleppi framhjá. Þó þetta taki tíma verða allir að vera á tánum og fara eftir reglum.


4. ágúst 2010
Heimasíðan utanoginnan.is fer í loftið (Sólin 13° í Ljóni)

Gamall skipstjóri ruggar sér á veröndinni fyrir framan sumarbústaðinn sinn.
Þörf er á að hugleiða í ró og líta til reynslu fortíðarinnar, sérstaklega til þeirra tíma sem hafa kannski verið ögrandi.  Taktu þér tíma í einveru og virtu fyrir þér heildarmyndina.  Þegar þú tekur aftur til starfa verður þú ferskur og hefur betri hugmynd um stóru myndina.  Að hörfa inn í eigið sjálf og endurskoða.  Yfirvegað sjálfstraust í vissunni um að hægt er að sigra lífsins storma og koma vitrari frá því.  Að virða fyrir sér lífið úr fjarlægð.


17. apríl 2010
Þorgerður Katrín segir af sér varaformennsku og Ingibjörg Sólrún segist hafa brugðist.
(Sólin 28° í Hrút)

Mjög vonsviknir áheyrendur.
Þér gæti fundist að þér (eða einhverjum öðrum) hafi mistekist og skilið alla eftir þurfandi. En hversu mikið er þetta vegna þess að of mikils var vænst fyrir það fyrsta? Áhorfendur muna bara síðustu frammistöðu svo stattu upp og reyndu aftur en vertu raunsærri í þetta sinn. Áttaðu þig á því að þú gætir verið áheyrendurnir eða þinn eigin áheyrandi. Finnst þér þú hafa brugðist sjálfri þér? Stilling á eftirvæntingum.


16. apríl 2010
Illugi víkur af alþingi.
(Sólin 25° í Hrút)

Í gegnum ímyndunarafl, tapað tækifæri endurheimt.
Notaðu þína innri sköpunarorku til að endurlífga hugmynd eða tækifæri sem virðist tapað. Þú þarft að trúa því að það sé mögulegt og skapa nýja ímynd í huga þínum, þá mun þér takast það. Orkan til að fanga eitthvað sem virðist vera tapað. Skapandi ímyndunarafl og sjónsköpun. Endurnýjuð von. Annað tækifæri.


15. apríl 2010
Björgvin víkur af alþingi.
(Sólin 25° í Hrút)

Svikið loforð sýnir sína innri og ytri þýðingu.
Rifjaðu upp loforð sem gefin hafa verið. Venjuleg loforð geta verið flóknari en virðist í fyrstu. Skynsöm og tilfinningaþrungin viðbrögð geta tekist á og þó þau séu ekki innbyrðis einangruð geta þau sýnt á hvern hátt við ættum að sjá hlutina. Þetta bendir líka á valkostina sem koma frá hjartanu og félagslegum skuldbindingum. Hugsanlega eru verðlaun í boði. Gera þarf sér grein fyrir vísbendingum um slík verðlaun.


14. apríl 2010
Eldgos hófst í Eyjafjallajökli snemma morguns.
(Sólin 24° í Hrút)

Opinn gluggi og net gardínur blakta inn í nægtahorn.
Hugur þinn er opinn fyrir möguleikum sem koma svífandi frá andans sviði. Allsnægtir koma sem viðhalda sér sjálfar. Leitaðu út fyrir hversdagsleg tækifæri. Ímyndunarafl. Haltu möguleikum þínum opnum. Loforð um uppfyllingu. Andardráttur lífsins fyllir lífið af andargift. Að gera sér grein fyrir því að í hversdagslífinu hefur maður allt.


12. apríl 2010
Skýrsla RNA loksins opinberuð.
(Sólin 23° í Hrút)

Kona í pastel litum ber þunga og verðmæta en hulda birði.
Þú leggur mikið á þig til að leyna fyrir öðrum einhverju sem er mjög mikilvægt. Þér finnst þér hafa tekist það en í rauninni er öllum þetta ljóst vegna þess hvernig birgði leyndarmálsins hefur áhrif á hegðun þína. Nú gæti verið tími til að deila birgðinni. Tekur þú raunverulega þátt í lífinu? Einvera. Þögul einbeiting til að klára verkið.


20. mars 2010
Gos hófst á Fimmvörðuhálsi rétt fyrir miðnætti.
(Sólin 1° í Hrút)

Kona hefur stigið upp úr hafinu umvafin sel.
Nýr skilningur og vitund er að koma í ljós. Eitthvað nýtt er að koma í ljós og það þarf að vera velkomið og njóta umhyggju. Þetta er upphafið á algjörlega nýrri hvatningu, sköpun og viðbrögðum. Tilkoma algjörlega nýrra möguleika. Upphaf. Tilkoma þess kvenlega inn í efnislega birtingu.


17. júLí 2009
Ísland sækir um aðild að ESB - umsóknin afhent.
(Sólin 25° í Krabba)

Leiðtogi manna sveipaður ósýnilegri valdaskikkju.
Óumflýjanlegt er að að taka ábyrgð og bregðast við af skynsemi. Það er næstum eins og því hafi verið þröngvað uppá þig en þetta er að mestu vegna þess að þú hefur komið þér í þessa stöðu sjálfur og þú bæði skilur og tekur afleiðingunum. Forysta og ábyrgð.


1. júní 2009
Dalai Lama kemur til Íslands.
(Sólin 12° í Tvíbura)

Svört stelpa, þræll, krefst réttar síns af húsmóður sinni.
Þú vilt að tekið sé mark á þér. Þú ert þreyttur á því að komið sé fram við þig eins og þræl eða hlýðna undirlægju. Þú hefur réttindi og þarft að breiða út vængi þína til að bæta aðstæður þínar. Að rísa upp yfir skilyrði og takmarkanir. Að standa með sjálfum sér.


10. maí 2009
Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms mynduð.
(Sólin 21° í Nauti)

Rennir fingri niður blaðsíðu að mikilvægum kafla í bók
Hlutirnir ganga ekki eins og þeir ættu um þessar mundir jafnvel þó þér finnist þú vita allt um málið, svona eins og þú hafir lesið bókina. Nánari upplýsingar hafa farið fram hjá þér og þú þarft að gá aftur. Augljós merki eru um að þú þarft að skoða eitthvað út frá öðru en sjálfum þér. Leitaðu að vísbendingum. Notaðu skarpskyggni þína til að finna hvað raunverulega skiptir máli. Finndu grundvallar upplýsingarnar og hunsaðu annað.


25. apríl 2009
Alþingiskosningar.
(Sólin 5° í Nauti)

Ekkja við opna gröf
Láttu ekki missi valda því að þú gefist upp og hendir öllu frá þér. Sorgin á sinn tíma en það sem er glatað er glatað og þú færð það ekki aftur með því að glata sjálfum þér. Nú er kominn tími til að moka yfir gröfina og halda áfram. Skilningur þinn á blekkingu þess efnislega fer stigvaxandi. Slepptu takinu á samböndum og því sem virkar ekki lengur.
Fortíðin hreinsuð.


1. febrúar 2009
80 daga ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms tekur við völdum.
(Sólin 14° í Vatnsbera)

Þung lest sem hefur erfiðað upp bratta fjallshlíð kemur loksins að göngum sem ná í gegnum fjallið að áfangastað.
Þú hefur þörf til að stinga þér í gegnum hindranirnar og fara beint áfram án tillits til ósýnilegrar hættu sem þú gætir lent í. Þú hefur mikinn drifkraft og margir aðrir eru með þér svo gefðu í botn.
Seigla.


25. janúar 2009
Viðskiptaráðherra segir af sér og ríkisstjórn G. Haarde fellur.
(Sólin 6° í Vatnsbera)

Á sviðinu er dauf birta fyrir táknsögulegan sjónleik og einleikari rekur söguþráð ráðgátunnar.
Ekki er allt sem sýnist. Þér gæti fundist að þér sé ekki sýnt hið rétta andlit aðstæðnanna. Líttu upp og sjáðu hverjir eru leikarar í ráðgátunni. Tilheyrir þú leikritinu eða ertu einn af áhorfendunum? Kannski þarf að sýna gætni varðandi hvað er opinberað.
Fullkomin ímynd persónuleika.

Hrafnhildur Geirsdóttir (2009)