Nostalgía (fortíðarhyggja)

Ég var heima í rólegheitunum þegar ég átta mig á því að hugsanir mínar leita til gamalla vinnufélaga sem mér þykir vænt um og þægileg væntumþykjutilfinningin ruggaði sér innra með mér. Þetta var ósköp indælt og ég leyfði hugsununum að framkalla þessa þægilegu tilfinningu áfram.  Ég velti því fyrir mér af hverju ég væri allt í einu að hugsa svona mikið um þau.  Ég hugsaði til himintunglanna og sérstaklega Tunglsins sem heldur m.a. utan um minningar og ekki síður minningar sem tengjast tilfinningum.  Ég ákvað að leyfa þessu að flæða lengur og naut þægindanna en áður en ég fór að sofa kíkti ég á stjörnukortið mitt.  Þar sá ég að Sólin var að lýsa upp Tunglið í stjörnukortinu mínu og í sviðsljósinu þetta sinnið var einmitt þetta yndislega fallega fólk sem ég átti svo góðan tíma með.