Venus og eyðslusemi

Ef ég er í búðarápi og sé allt í einu mikla skynsemi í því að kaupa rándýran og ýktan pallíettukjól sem er svo fallegur að það þarf ekki einu sinni að máta hann eða það lítur ótrúlega vel út að kaupa núna eitt af hverju kremi í snyrtilínunni sem gerir mann ungan og fallegan á 5 mínútum þá get ég sparað stórfé á því að kíkja í stjörnukortið mitt og athuga hvað Venus er að bralla. Venusarorkan getur haft þau áhrif að maður eyðir peningum í fegurð og munað án þess að láta budduna standa í veginum.

Bleika rándýra sófasettið sem ég keypti einu sinni var t.d. keypt undir áhrifum Venusar.

Þegar ég er í þessari Venusar-vímu á ég að bíða. Fara heim og bíða í 6 daga. Eftir viku eru einkennin horfin og þá kaupi ég kjól sem fer mér vel og er í alvöru skynsamlegt að kaupa og ég kaupi dagkrem til að viðhalda rakanum í húðinni.

Er þetta ekki annars ráðið sem spara.is gefur skjólstæðingum sínum? Bíða í viku og kaupa þá ef þörfin er enn til staðar? Skildu þau hafa áttað sig á því að Venusarorkan sem m.a. hvetur til eyðslusemi hefur áhrif í u.þ.b. 6 daga?