Tilvitnun dagsins

Vandamál og lausnir fylgjast að en viðhorfið ræður því á hvort þú einblínir.

Nú er spenna og hraði í himintunglunum

Það er ákveðin spenna og hraði almennt í himintunglunum þessa dagana sem getur verið drífandi og styrkjandi en hún getur líka skapað spennu í samskiptum vegna þess að samskiptaplánetan Venus hefur blandað sér í málið. Þessi orka hittir fólk misjafnlega eftir því hvernig stjörnukort hvers og eins er en það breytir ekki þvi að búast má við spennu í samskiptum.

Væri ekki yndislegt ef allir leggja sig fram um að sýna náunganum umburðarlyndi og skilning meðan þetta líður hjá? Það græða allir á því.

 Allavega væri gott ef fólk er meðvitað um spennuna og gerir þá ekki meira mál úr henni en tilefni gefur til.

13. ágúst verður þessi afstaða Venusar yfirstaðin.

Joomla Templates and Joomla Extensions by JoomlaVision.Com
Greinar og skrif

PóstlistiSkráðu netfangið þitt á póstlistann og fáðu sendar greinar um stjörnuspeki u.þ.b. 4-6 sinnum á ári.Hafðu samband

Utan & Innan
Strandgötu 11
220 Hafnarfjörður
S: 895 8184
hg @ utanoginnan.is