Þegar Venus er í spennu við Sólina

Það er hægt að finna það á samskiptunum þegar Venus er í spennu við Sólina í stjörnukortinu.  Þá er eins og allt í einu standi eitthvað í veginum fyrir áreynslulausum og jákvæðum samskiptum og stutt er í pirringinn og óþolinmæðina.   

Þú getur kannski upplifað það þannig að eitthvað sem er sagt, eða ekki sagt, hittir þig illa eða þér finnst á þögninni á hinum enda símalínunnar að sá sem þar er virðist ekki vera sammála neinu sem þú segir eða misskilur allt.  Það getur líka verið að þú finnir sérstaklega fyrir því ef einhver í búðinni er pirraður eða treðst fram fyrir þig.  Það er hægt að koma með mörg dæmi en þetta er svona eins og þú sért sérstaklega næm(ur) á hnökrana í samskiptum og innra með byggist upp spenna og óþolinmæði.
 
Það sem er mikilvægt að vita þegar þannig stendur á er að þetta varir ekki að eilífu og að það getur borgað sig að sleppa því að æsa sig yfir spennunni, því þessi stutti tími gefur í flestum tilfellum ekki rétta mynd af samskiptunum eins og þau eru svona almennt.