Stjörnuspekihúmor

Ég fékk þetta sent frá einum húmorista einhverntímann.  Reynið að hafa í huga einhvern sem þið þekkið í hverju merki.

Hvað þarf margar Hrúta til að skipta um ljósaperu?
Bara einn, en það þarf margar perur.

Hvað þarf mörg Naut til að skipta um ljósaperu?
Ekkert, Nautunum finnst ekkert gaman að breyta neinu.

Hvað þarf marga Tvíbura til að skipta um ljósaperu?
Tvo líklega. Þeir bíða helgarinnar, en það endar á því að ljósaperan er miðja athyglinnar, talar frönsku og skín uppáhalds lit hvers og eins sem kemur inní herbergið.

Hversu marga Krabba þarf til að skipta um ljósaperu?
Bara einn, en hann þarf svo að fara í meðferð til að komast yfir atburðinn.

Hversu mörg Ljón þarf til að skipta um ljósaperu?
Ljón skipta ekki um perur, þau í mesta lagi halda henni á meðan heimurinn snýst í kringum þau.

Hversu margar Meyjur þarf til að skipta um ljósaperur?
Sjáum nú til. Eina til að undirbúa peruna, aðra til að skrifa niður hvenær ljósaperan sprakk, aðra til að finna út hvenær hún var keypt, aðra til að ákveða hverjum er um að kenna að peran sprakk, tíu til að þrífa húsið á meðan hinir skipta um peruna.

Hversu margar Vogir þarf til að skipta um ljósaperu?
Í raun veit það enginn . . . það fer soldið eftir hvenær peran hætti að virka. Kannski nægir ein Vog ef þetta er bara venjuleg ljósapera, tvær ef hún veit ekki hvar á að kaupa nýja. Og hver væri nú besta peran? Mikið af pælingum og margar ákvarðanir sem þarf að taka.

Hversu marga Sporðdreka þarf til að skipta um ljósaperu?
Hvaða yfirheyrslur eru þetta eiginlega? Af hverju viljiði vita það? Eruði frá lögreglunni eða hvað?

Hversu marga Bogmenn þarf til að skipta um ljósaperu?
Sólin skín, það er gott veður, allt lífið framundan og þið hafið áhyggjur af ljósaperu???

Hversu margar Steingeitur þarf til að skipta um ljósaperu?
Enga. Steingeitur þurfa ekki að skipta um ljósaperur. Eftir athyglisverðar samræður mun ljósaperan skilja að það er miklu skynsamlegra að hún skipti bara um sig sjálf.

Hversu marga Vatnsbera þarf til að skipta um ljósaperu?
Hellingur af Vatnsberum koma og keppa um það hver þeirra sé sá eini sem getur gefið heiminum ljós aftur.

Hversu marga Fiska þarf til að skipta um ljósaperu?
Af hverju?!  Fór ljósið?