Póstlistinn og vinningshafinn

Við óskum Jónu Ósk Konráðsdóttir til hamingju en nafnið hennar var dregið upp af póstlistanum.  Hún fékk sent frá Utan og Innan um hvað himintunglin boða henni í september.  Vonandi hefur hún bæði gagn og gaman af sendingunni.

Það var svona meiningin að senda öðru hvoru eitthvað gáfulegt til þeirra sem skrá sig á póstlistann og þó það hafi ekki gerst enn þá stendur það áfram til.  Ég hef aðeins verið spurð um það og vona að biðin verði þess virði.  Nú er Mars í afstöðu við Merkúrinn minn svo við skulum sjá hvort það kemur ekki eitthvað skemmtilegt út úr því.