Er 18. september góður dagur fyrir þig?

18. september verða Úranus og Júpiter báðir í nákvæmlega sömu gráðu og mínútu í Fiskum. Það gerir það að verkum að orka þeirra beggja beinist að plánetum sem geta myndað afstöðu við þessa gráðu. Einstaklingar sem hafa Sólina sína í afstöðu við þessar plánetur gætu því átt von á að finna orku þessarra plánetna í lífi sínu þennan dag.

Orka Úranusar er rafmögnuð og vekur upp nýjungar, breytingar, frelsi og sjálfstæði, orka sem getur fært eitthvað nýtt, spennandi og óvænt. Orka Júpiters er þensla og vöxtur, hann stækkar og þenur út það sem hann tengist og færir bjartsýni og jákvæðini.  Saman geta þessar plánetur því haft sérstök áhrif á það sem tengist orku þeirra. Einstaklingar sem eru fæddir þegar Sólin þeirra er í afstöðu við þessa gráðu með fráviki uppá 1 gráðu gætu upplifað eitthvað nýtt og spennandi, eitthvað meira í sjálfum sér eða athöfnum sínum þennan dag.  Meiri hraða, spennu og bjartsýni. 18. janúar gæti því orðið hinn skemmtilegasti dagur fyrir marga, ef menn fara ekki fram úr sjálfum sér.

Þeir sem eru fæddir eftirtalda daga, hvaða ár sem er, eiga vonandi skemmtilegan 18. september:
janúar:    18. 19. og 20.
mars:    19. og 20.
maí:    19. 20. og 21.
júní:    20. og 21.
júlí:    21. og 22.
september:    21. 22. og 23.
nóvember:    21. og 22.
desember:    20. og 21.

Ef einhver vill deila með okkur sérstakri upplifun á þessum degi væri gaman að fá nokkrar línur um það.