Horfðu til himins

Fallega bjarta stjarnan sem hefur skinið á kvöldin í austri síðustu vikurnar er Júpiter sem er langstærsta himintunglið í sólkerfinu okkar. Hlutföllunum á milli Jarðar og Júpiter mætti líkja við græna baun og vatnsmelónu af stærri gerðinni. Þó Júpiter sé svona gríðarlega stór miðað við jörðina er ljósið hans ekki stærra en þetta vegna fjarlægðarinnar. Í sömu átt getum við séð Úranus ef við höfum öflugan stjörnukíki.