Ástarplánetan Venus er í Sporðdreka

Nú er ástar- og samskiptaplánetan Venus í hinu dularfulla, kynþokkafulla og öfgafulla Sporðdrekamerki. Einhverja daga á næstu 5 vikum eða á tímabilinu 1. des. til 7. jan. snertir Venus Sólina í fæðingarkortinu hjá þeim sem eru fæddir í Sporðdrekamerkinu, sem ýtir undir ómótstæðilega rómantíska orku Spordrekanna. Þá verður stemning fyrir dinner, dekur og svífandi sælu.

Það er nú ekki leiðinlegt að vera rómantískur, ómótstæðilegur og vinsæll á þessum tíma. Ástfanginn Sporðdreki getur elskað heitt og innilega þá manneskju sem hann hleypir nálægt tilfinningunum sínum og þá getur verið alveg dásamlegt að kúra hjá Sporðdreka. Það vilja kannski ekki allir Sporðdrekar verða ástfangnir en þeir verða samt vinsælli en venjulega svo það er um að gera að njóta orkunnar með vinum eða ástvinum.

 Sporðdrekarnir verða varir við orkuna þegar þeir finna að aðdráttaraflið þeirra eykst og þeir sem eru einhleypir verða það kannski ekki mikið lengur.

Sporðdrekamerkið (Sól í Sporðdreka) er frá 24. október til 23. nóvember og Venus verður í tengingu við Sporðdrekasólina í u.þ.b. 4-5 daga hjá hverjum. Það fer eftir fæðingardegi hvenær á tímabilinu 1. desember til 7. janúar það er. Þannig finnur sá sem er fæddur 24. október þessa orku frá 29. nóv. til 3. des.

 

Svona til að hafa eitthvað til að miða við þá geta Sporðdrekar sem eru fæddir:

24. okt. til 2. nóv. miðað við 1. til 12 desember.

3. til 12. nóv. miðað við 16. til 25 desember.

13. til 23. nóv. miðað við 26. des til 7. jan.