Merkúr bakkar í desember

Föstudaginn 10. desember byrjar Merkúr að bakka. Merkúr bakkar 3-4 sinnum á ári en það er gott að vita hvenær það varir því þá er hætt við að ýmislegt gangi á afturfótunum sem varðar upplýsingar, upplýsingatæki, -tækni, flutninga, samgöngur og samgöngutæki, að ógleymdum huganum okkar því Merkúr stjórnar hugsuninni. Já það þýðir að við getum verið gleymnari en venjulega og þá er gott að nota nýta sér áminninguna í símanum, tölvunni eða skrifa á minnismiða.

Í jólamánuðinum þarf að muna margt og fara á milli staða en það er einmitt undir áhrifum Merkúr. Það er því gáfulegt að nýta fyrstu daga desember vel í undirbúning og skrifa niður allt sem þarf að gera og kaupa, líka fyrir áramótin því Merkur bakkar þar til 30. desember.  Það er líka mjög gott að leggja tímanlega af stað í allar ferðir því tafir er eitt af því sem er meira af þegar Merkúr bakkar.